Rasistarnir og íslensk menning

Það voru rasistar hjá Sölva Tryggvasyni í gær. Ég hef áður skrifað um mannvitsbrekkurnar sem hafa vakið smá athygli fyrir „skelegga“ framkomu og umræðu og  þátturinn í gær gerði lítið annað en að staðfesta það sem ég sagði þá. Þetta fólk er einfaldlega illa gefið og álíka vel upplýst og Surtshellir. Vernda þetta víkingaarfleið [sic!] …

Leikskólinn og virðing pólitíkusa

Ef allt fer að óskum útskrifast ég sem leikskólakennari núna í sumar. Ég er að klára einn bóklegan áfanga auk þess sem ég er að gera lokaverkefni, en í því flétta ég saman ljósmyndaáhuga mínum við leikskólastarfið sem kannski má segja að sé köllun mín. Ég hef gríðarlega gaman af þessu starfi og mikinn áhuga, …

Uppeldisfræði Jónasar Kristjánssonar

Jónar Kristjánsson fyrrverandi ritstjóri og núverandi nöldrari skrifar um skokkarann sem gekk í skrokk á barni í Hveragerði. Jónar bíður ekki upp á að vísað sé beint í ákveðnar bloggfærslur frekar en annað sem tilheyrir góðum netsiðum eins og t.d. athugasemdir við greinar (fyndið að maðurinn sem hefur ítekað spáð netmiðlum sigri yfir prentmiðlum nýti …

Leikskólarnir í lífi mínu

Í dag er haldið upp á Dag leikskólans á Íslandi. Flestir leikskólar héldu upp á hann á föstudaginn skv. ábendingu frá Félagi Leikskólakennara en einhverjir ákváðu þó að gera það eftir helgi. Leikskólarnir á Héraði ætla t.a.m. að gera sér dagamun á morgun heyrði ég frá stelpu sem er með mér í leikskólakennaranáminu. Ástæðan fyrir …

Þingmenn Sjálfstæðisflokksins standa sig – ekki

Ég velti því æ oftar fyrir mér hvað í ósköpunum þingmenn flokksins sem ég tilheyri séu eiginlega að gera á þingi. Í sumum tilfellum  velti ég því hreinlega fyrir mér hvaða erindi ákveðnir þingmenn eigi lengur. Seinustu vikur hafa svo komið fram nokkur mál sem mér finnst flokknum, og viðkomandi þingmönnum til skammar. Dæmi: 1. …