Anders Breivik og aðalatriði kaldastríðshratsins

Það tók berserki íslenskrar stjórnmálaumræðu ekki langan tíma að átta sig á mikilvægasta atriðinu varðandi ásetning og ástæður Anders Breivik (ABB) fyrir voðaverkum sínum á föstudaginn. Nú skal rifist um hvort að maðurinn sé hægra megin í pólitík, eins og hann sjálfur heldur fram, eða vinstra megin. Á bloggum, á Facebook og í rotþróm ræða …

Stjórnlagaráðsfulltrúar, að gefnu tilefni

Svo virðist sem að „lending“ Stjórnlagaráðs hvað varðar ákvæði um ríkiskirkju sé sú að tryggja stöðu ríkiskirkjunnar áfram. Nú er ákvæðið komið með sinn eigin kafla sem heitir „Þjóðkirkjan“ og er hann í þeim hluta tillagna Stjórnlagaráðs sem fjallar um undirstöður samfélagsins. Ég er eiginlega að hugsa um að endurtaka þetta svo að það fari …

Sjálfskaparvíti borgarinnar

Í Mogga í dag er sagt frá því að leikskólakennurum fari nú fækkandi í leikskólum Reykjavíkurborgar. Af hverju ætli það sé nú? Gæti það verið af því að borgin ákvað að hunsa óánægjuraddirnar sem upp komu vegna illa ígrundaðra niðurskurðaráætlana í leik- og grunnskólum? Að einhverjum hafi blöskrað að faglegi grundvöllurinn hafi verið ein rannsókn, …