Kristin þjóð og hvít

Dögg Harðardóttir heldur áfram að gleðja. Í umræðum í stjórnlagaráði í dag (Dögg byrjar að tala á ca. 163 mínútu) fór hún á umtalsverðum kostum. Hún benti t.d. á að múslimar séu ekki sérstaklega umburðarlyndir, af því að þeir mega ekki breyta um trú. Af því tilefni langar mig að rifja upp fyrsta boðorð kristinna …

Kristniboðar í baráttu gegn réttindum barna

Í gær birtist eftir mig á Vísi.is grein þar sem ég svara frekar furðulegri grein Daggar Harðardóttur. Dögg titlar sig sem stjórnlagaráðsfulltrúa sem á líklega að gefa orðum hennar meira vægi en hún er nú meira en bara það. Hún er fyrrverandi formaður Aglow – alþjóðlegra samtaka kristinna kvenna – á Íslandi. Aglow eru einhverskonar …

Að gefnu tilefni; Karl Sigurbjörnsson er opinber starfsmaður og þjóðkirkjan er ríkisstofnun

Í skjóli 62. greinar stjórnarskrárinnar, þessarar sem að manni sýnist stjórnlagaráðsmenn ekki þora að taka afstöðu til eða ræða þrátt fyrir að hafa sumir líklega  fengið talsverðan stuðning einmitt út á afstöðu sinnar til hennar, er Þjóðkirkjan opinber ríkisrekin stofnun og starfsmenn hennar teljast opinberir embættismenn. Þó að í lögum um þjóðkirkjuna (þar sem öllum …

Nýbakaður leikskólakennari

Nú get ég loksins breytt headernum á síðunni minni. Ég er ekki lengur skeggjaður leikskólakennaranemi heldur skeggjaður leikskólakennari. Útskrifaðist um helgina með 1. einkunn (7.88) frá Háskólanum á Akureyri. Ég get mælt heilshugar með því að fólk stundi fjarnám frá HA. Viðmót kennara og starfsfólks eru til fyrirmyndar og allt hefur staðist eins og stafur …

Biskupsstofa í spunaham

Ég minntist á það í seinusta bloggi mínu að Dögg Harðardóttir stjórnlagaráðsmaður vildi meina að með því að fjalla ekki sérstaklega um ríkiskirkjufyrirkomulagið í stjórnarskrá væri verið að boða trúleysi. Seinustu daga hafa svo ríkiskirkjuprestar tekið upp svipaðan málflutning varðandi tillögur Mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar um að fjarlægja trúboð úr opinberum leik- og grunnskólum. Þetta er skrýtinn …

Meinlegur misskilningur stjórnlagaráðs

Mér sýnist á öllu að meinlegur misskilningur ríki hjá meðlimum stjórnlagaráðs um það hvað aðskilnaður ríkis og kirkju og afnám sérréttinda ríkiskirkjufólks umfram aðra snýst um. Ég ætla ekki að eyða tíma í þá þvælu Daggar Harðardóttur að það eigi ekki að aðskilja af því að trúleysi sé ekki hlutlaus skoðun. Þeir sem halda að …