Tímabundin ráðning Björns Vals á Alþingi

Björn Valur Gíslason þingmaður VG er víst að íhuga það að hætta á þingi. Það er í sjálfu sér ekkert nema gott um það að segja. Hins vegar blöskraði mér þegar ég las þessi orð þingmannsins: Það hefur ekki verið tekin ákvörðun um það hvort ég lengi fríið eða snúi til starfa aftur. Þetta var […]

Kveðjugjöf (PAW)

Í vikunni kvöddu flest börnin sem hafa verið í hópnum mínum á leikskólanum. Það er hálf skrýtið að horfa á eftir þeim en það er auðvitað komið að næsta stigi á þeirra skólagöngu. Ég fékk þessi fallegu blóm frá einum litlum vini mínum í kveðjugjöf. Mynd-á-viku mynd númer 29. Allar myndirnar hingað til eru hér.

Kominn í menninguna (PAW)

Birkir vinur minn býr í Eyjum. Hann kíkti aðeins upp á land í vikunni og fékk ógurlega þörf til þess að njóta einhvers sem ekki fæst í Eyjum. Því var að sjálfsögðu reddað snarlega. Mynd-á-viku mynd númer 28. Allar myndirnar hingað til eru hér.

Tilgangur Mofa

Undanfarið hefur aðventistinn Mofi farið mikinn um þá tilgátu sína að þeir sem ekki trúa sköpunarsögu biblíunnar lifi í sjálfsblekkingu telji þeir einhvern tilgang vera með lífi sínu. Eins og venjulega þá er um að ræða misskilning og oftúlkanir hjá Mofa og ég hef aðeins verið að velta því fyrir mér hver uppruni þessa rugls […]