Tímabundin ráðning Björns Vals á Alþingi

Björn Valur Gíslason þingmaður VG er víst að íhuga það að hætta á þingi. Það er í sjálfu sér ekkert nema gott um það að segja. Hins vegar blöskraði mér þegar ég las þessi orð þingmannsins: Það hefur ekki verið tekin ákvörðun um það hvort ég lengi fríið eða snúi til starfa aftur. Þetta var …

Kveðjugjöf (PAW)

Í vikunni kvöddu flest börnin sem hafa verið í hópnum mínum á leikskólanum. Það er hálf skrýtið að horfa á eftir þeim en það er auðvitað komið að næsta stigi á þeirra skólagöngu. Ég fékk þessi fallegu blóm frá einum litlum vini mínum í kveðjugjöf. Mynd-á-viku mynd númer 29. Allar myndirnar hingað til eru hér.

Kominn í menninguna (PAW)

Birkir vinur minn býr í Eyjum. Hann kíkti aðeins upp á land í vikunni og fékk ógurlega þörf til þess að njóta einhvers sem ekki fæst í Eyjum. Því var að sjálfsögðu reddað snarlega. Mynd-á-viku mynd númer 28. Allar myndirnar hingað til eru hér.