Þessa dagana fer víst fram eitthvað sem heitir prestastefna. Ég veit svosem ekki nákvæmlega hvaða samkunda það er en sýnist svona á flestu að þetta sé einhverskonar rabb- og röflsamkoma presta um hin og þessi málefni. Þetta er ekki það sama og kirkjuþing, svo mikið veit ég. Í hverju munurinn felst veit ég hins vegar …
Monthly Archives: apríl 2010
Hið háa Alþingi (PAW)
Fór í ljósmyndarölt í miðbænun fyrir skólaverkefni. Tók m.a. myndir af Alþingi fyrir verkefnið. Þessi varð afgangs Mynd-á-viku mynd númer 17. Allar myndirnar hingað til eru hér.
Turninn (PAW)
Er að taka myndir af hinum og þessum byggingum vegna skólaverkefnis. Turninn Smáratorgi í bláum skugga. Mynd-á-viku mynd númer 16. Allar myndirnar hingað til eru hér.
Djöfuls Egg (PAW)
Átti að mæta með smárétt í vinnupartý á föstudaginn. Devilled Eggs urðu fyrir valinu. Mynd-á-viku mynd númer 15. Allar myndirnar hingað til eru hér.
UTN
Já! Ég þarf víst að láta í mér heyra varðandi Upplýsingatæknina öðru hverju. Var að klára seinni hlutann af verkefni 2 svona bara af því að ég hafði ekkert betra að gera. Er ennþá aðeins að melta með mér hugmyndir um hvað ég á að gera í verkefni 5. Er nokkurn veginn búinn að móta …
Af kökum og frönskum drottningum
Mig langar, af gefnu tilefni, að benda á að Marie Antoinette sagði aldrei neitt í líkingu við þau ‘frægu ummæli’ sem höfð eru eftir henni. Við getum nokkurn vegin fullyrt þetta út frá tveimur forsendum. Sú fyrri er að ummælin komu í seinasta lagi fram þegar hún var 13 ára (og alls ekki orðin drottning) …
Staðgóður Morgunverður (PAW)
Mikið er ég feginn að þetta er bara normið einn dag á ári! Mynd-á-viku mynd númer 14. Allar myndirnar hingað til eru hér.
Að hallmæla bankastarfsmanni
Bubbi kallinn Morhens skrifaði pistil á Pressuna í gær. Að einhverju leyti er þessi pistill hans skrifaður til að skerpa enn frekar á öðrum pistli sem hann skrifaði um daginn þar sem hann hélt því fram að Jón Ásgeir Jóhannesson bæri ekki ábyrgð á hruninu heldur miklu frekar Davíð Oddsson og menn honum handgengnir. Bubbi …