Af kökum og frönskum drottningum

Mig langar, af gefnu tilefni, að benda á að Marie Antoinette sagði aldrei neitt í líkingu við þau ‘frægu ummæli’ sem höfð eru eftir henni. Við getum nokkurn vegin fullyrt þetta út frá tveimur forsendum. Sú fyrri er að ummælin komu í seinasta lagi fram þegar hún var 13 ára (og alls ekki orðin drottning) en jafnvel fyrr. Seinni forsendan er sú að Marie Antionette virðist þvert á móti hafa verið nokkuð hugað um hag þeirra sem áttu minna undir sér (og þá alveg sérstaklega miðað við franskt aðalsfólk gæti maður ímyndað sér).

Þetta er orðin nokkuð útbreidd vitneskja. Frú gúgúl skilar helling af niðurstöðum um þetta, þar af sérstakri wikipedia-grein um þessi ummæli. Þess vegna finnst manni frekar skrýtið að fólk skuli ennþá halda þessari vitleysu á lofti.

Ef ykkur finnst þetta full mikill kverúlantsháttur þá ættuð þið að prófa að lifa með þessu.

Leave a comment