Rasistarnir og íslensk menning

Það voru rasistar hjá Sölva Tryggvasyni í gær. Ég hef áður skrifað um mannvitsbrekkurnar sem hafa vakið smá athygli fyrir „skelegga“ framkomu og umræðu og  þátturinn í gær gerði lítið annað en að staðfesta það sem ég sagði þá. Þetta fólk er einfaldlega illa gefið og álíka vel upplýst og Surtshellir.

Vernda þetta víkingaarfleið [sic!]

Þetta var eitt af því fyrsta sem viðmælendur Sölva sögðu í viðtalinu í gær. Látum nú vera hversu lítið vald þetta fólk hefur á tungumáli menningarinnar sem það vill vernda þá lýsir þetta líka djúpstæðri vanþekkingu á sögu þjóðarinnar. Hvaða helvítis víkingaarfleið? Íslendingar hafa fyrst og fremst verið bændur í gegnum tíðina, þó að þeir hafi flogist töluvert á á Sturlungaöld. Ef tala á um verndun einhverrar íslenskrar arfleiðar þá þykir mér miklu eðlilegra að halda sagna- og bókmenntaarfinum á lofti, en á ekki von á því að pakkið hjá Sölva í gær verði mikill liðstyrkur þar.

Og fyrir utan það, hvernig í ósköpunum er sögu okkar stefnt í hættu með því að hingað flytji fólk? Hverfur sagan og menningin? Er ekki hægt að halda í menninguna en bjóða fólk um leið velkomið?

Sigríður Bryndís er augljóslega meiri hardkor rasisti en Jón Kristinn. Hann segir að þau geti ekki bannað lituðu fólki að vera hér á landi, þá verði þau nefnilega rasistar, en Sigríður vill helst að Afríkubúar haldi sig heima.

Jón: Ef þú hagar þér sem íslendingur þá ertu Íslendingur. Ef þú hagar þér sem múslimi á Íslandi þá verðuru aldrei íslendingur.

Já ok! Og hvað felst í því að vera Íslendingur?  Það er aldrei frekar skýrt í þessu viðtali en virðist fyrst og fremst felast í því að vera ekki hitt og þetta sem Jóni og Sigríði líkar illa við.

Þau eru svo auðvitað spurð út í þau ummæli Sigríðar að Hitler hafi nú gert margt gott. Og þau eru nú aldeilis á því að hann hafi gert það og nefna því til sönnunar Volkswagen Bjöllu og Læknavísindi. LÆKNAVÍSINDI! Ætli það séu svona læknavísindi sem Jón er að vísa í?

Annars eiga þau mjög erfitt með að skilja af hverju fólk sé alltaf að spyrja þau út í Hitler. Eru alveg forviða á því af hverju fólk tengir alltaf þjóðernishyggju við hann. Það hefur auðvitað ekkert með blæti þeirra fyrir hakakrossum og þýskum hermunum frá nasistaárunum að gera. Á Facebook mátti lengi vel finna myndir úr samkvæmi sem Sigríður var í þar sem töluvert af svoleiðis hlutum voru augljósir í bakgrunni. Já og svo var það auðvitað fáninn sem var rifinn af félögum þeirra á mótmælunum í haust, þessi risastóri rauði með svarta hakakrossinum. Í framhaldinu af þessum umræðum dettur svo þetta gullkorn út úr Jóni:

Er það ekki rasismi að hugleiða eitthvað slæmt ef þú heyrir orðið Hitler? Er það ekki rasismi? Er þá ekki verið að dæma hann útfrá því sem margir gerðu, heil þjóð?

Er Hitler nú orðin kynþáttur?

Að sjálfsögðu væla þau svo undan öfugum rasisma. Að þau hafi nú aldeilis orðið fyrir slíku. En þau skilja ekki hvað það hugtak þýðir. Það að ég kalli þau illa gefið hyski sem kemur slæmu orði á Íslendinga er ekki öfugur rasismi. Ég nefnilega er ekki að vísa til kynþáttar þeirra eða að eigna honum neina eiginleika. Þau eru lélegt fólk af sjálfsdáðum, eins og almennt gildir um lélegt fólk.

Jón: Ég er ekki tilbúinn til að komast að sameiginlegri niðurstöðu varðandi aðra þjóðflokka eða önnur þjóðerni í sambandi við mína menningu eða arfleið

Ég er ekki tilbúinn til þess að komast að sameiginlegri niðurstöðu um menningu eða arfleið þjóðarinnar með Jóni. Hann gefur einfaldlega hvergi til kynna að hann hafi neinar forsendur til þess að meta hvað í henni felst. Þvert á móti eiginlega. Eins og sést hérna:

Jón: Ísland fyrir Íslendinga, það er alveg rétt. Ísland er fyrir Íslendinga, það er þannig frá uppruna.

Einmitt. Frá þeirri stund þegar norðmennirnir með bresku konurnar sínar og írsku þrælana tóku hér land hefur Ísland verið fyrir Íslendinga.

Ég hef sagt það áður og segi það aftur: illa. gefið. hyski.

 

 

Join the Conversation

10 Comments

 1. „Já ok! Og hvað felst í því að vera Íslendingur?“

  Líklega að borða svið og æfa glímu. Maður er ekki Íslendingur ef maður hegðar sér eins og útlendingur og borðar pizzur og æfir fótbolta. 😛

  Er það ekki rasismi að hugleiða eitthvað slæmt ef þú heyrir orðið Hitler?

  Fleyg orð. Með því vitlausasta sem ég hef lesið.

  Tek undir orðin þín: Illa gefið hyski.

 2. Hjalti Rúnar.
  „borða svið og æfa glímu“. Af hverju tókstu ekki líka Íslendingasögurnar með til að árétta þetta enn frekar?

 3. Já, alveg makalaust að fólk skuli tengja þau við Nasismann. Það er ekki eins og þau hafi fengið nafnið á klúbbnum sínum beint frá Hitlersæskunni…

 4. Ég hlustaði ekki á þáttinn, en get mér til um hvernig hann hefur verið eftir því sem að ofan er skrifað. Hvað veldur því að fólk ánetjast slíkum hugmyndum. Er ekki eitt af því hvað fjölmiðlar eru fljótir til að opna fyrir þeim aðgang. Allar stjórnsýslustofanir liggja undir stöðugum árásum og nú er svo komið fáir Íslendingar treysta þeim. Aðeins lögreglan og landhelgisgæslan eru í náðinni, sem er umhugsunsrefni. Þetta skapar jarðveg fyrir öfgahópa sem eru oftast illa upplýstir. Ég er sammála þér þar.
  Íslensk menning á ekkert skilt við nazismann, hvorki matarmenning, íþróttir eða bókmenntir.

 5. @Baldvin: Einmitt. Þessi hópur hefur ekkert falið tengingar sínar við nasisma eða erlenda hópa sem aðhyllast hann.

  @Kristján: Já það er alveg rétt, óvissuástand líkt og ríkir í þjóðfélaginu núna er gróðarstía fyrir öfgahópa líkt og þennan. Ég held samt einhvern vegin að á meðan fulltrúar þessa ákveðna hóps séu ekki frambærilegri en raun ber vitni þá getum við andað rólegar, en haft þó annað augað opið.

  Þú getur ef þú vilt smellt á nafn Sölva Tryggvasonar í greininni til að sjá bara viðtalið við þau tvö. Ég mæli samt ekkert sérstaklega með því, þetta er eiginlega hálf pínlegt.

 6. Hey við erum að fara í viðtal við Sölva í kvöld..Ég held ég fari í camo buxunum mínum, Sigga vertu í bolnum svo við verðum í stíl.

 7. Sölvi var ekki einu sinni það harður við þau, fannst hann ekkert koma með það erfiðara spurningar en þau voru farin að stama á fyrstu mínútu. Eiga greinilega mjög erfitt með að réttlæta sinn málstað.

 8. Ég held að Sölvi hafi fattað það strax að þessu fólki var best að leyfa bara að tala. Þegar hann reyndi að spyrja þau erfiðra spurninga annað hvort svöruðu þau út í hött eða skildu hann augljóslega ekki.

 9. Auðvitað er það heimskulegt að gagnrína þátt sem maður hefur ekki séð eins og ég gerði, en ég bætti úr því og horfði á hann. Drottinn minn dýri, þetta var ömurlegra en ég hafði ímyndað mér.

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *