Lítið um að vera hér

Það er blogglægð í gangi. Hana má fyrst og fremst skýra út með því að það hefur verið nóg að gera í skólanum. Ég er í einum bóklegum áfanga sem heitir Menntasýn og mat á skólastarfi og svo er ég að vinna að lokaverkefninu mínu. Þar geri ég kennsluvef um ljósmyndun í leikskólastarfi og fræðilega umfjöllun um sama viðfangsefni.

Þannig að það er alveg nóg að gera. Færslur hér verða því eitthvað stopular, jafnvel fram í maí en ég vona nú að það komi eitthvað inn öðru hverju. Ég er t.d. með í hausnum á mér drög að færslu sem varð til þegar ég sá enn einn ‘athafnamanninn’ lýsa því yfir í viðtali að hann hefði nú líklega bara verið settur á lyf við ofvirkni ef hann væri barn í dag því hann hefði verið svo ‘virkt’ barn. Það var Friðrik Weishappel og telst mér til að hann sé númer 387 í röðinni af mönnum sem láta vanþekkingu á ADHD, greiningarferli og meðferðum ekki trufla sig frá því að ýta undir fordómana sem ríkja í umræðum um þetta viðkvæma málefni.

Annars er ég bara góður sko.