Jónína Ben treystir á slakan enskuskilning

„Ég hef aldrei haldið því fram að þetta sé byggt á vísindalegum rannsóknum. Við erum að reka heilsuhótel og þurfum ekkert að sýna fram á vísindalegar rannsóknir.“ – Jónína Ben, 11. Júní 2010 á pressunni.is.

„She has years of experience behind her and the results are unbelievable. Research has shown that Jonina Ben’s detox treatment is preventive and curing of modern civalitions deceases. [Leturbr. EÓ]“ – Af heimasíðu detox.is.

Þegar maður ætlar að segja ósatt til að bjarga eigin skinni þarf maður að vera viss um að hafa eytt öllum sönnunargögnum gegn sér. Jónína má eiga það að fullyrðingar um að meðferðin lækni fjöldan allan af tilgreindum sjúkdómum er ekki lengur að finna á síðunni (nema í umsögnum meðferðargesta sem hafa ekkert læknisfræðilegt gildi) en tiltektin hefur samt ekki verið alveg nógu ítarleg hjá henni.

Jónína sýnir svo alveg stórkostlega takta í öðru viðtali við Pressuna sem birt er í dag. Þar heldur hún því fram að hún sem íþróttafræðingur þekki orkuþörf líkamans betur en læknar (!). Gullmoli vikunnar kemur svo þegar Jónína bendir á að Hippókrates hafi „sett fram kenningar“ um að innra með fólki byggi kraftur sem gerði því kleift að lækna sig sjálft. Svo er vitnað beint í Jónínu:

„Það er alvarlegt þegar læknar taka ekki mark á Hippókrates lengur þar sem þeir sverja eið sem kenndur er við hann.“

Frábært! Þar stakk hún aldeilis upp í þessa lækna með sínar hlustunarpípur og nútímaþekkingu!

Join the Conversation

 1. Avatar
 2. Avatar
 3. Avatar

3 Comments

 1. Það virðist auðséð að Jónínu ætlar að takast, að taka alla Íslendinga í rassgatið, eins og Íslenskum pólitíkusunum hefur svo vel til tekist, síðustu 20 árin

 2. Sæll Egill
  Takk fyrir góð skrif. Já það er eins og að hún treysti á slakan enskuskilning eða að Íslendingar muni ekki hafa fyrir því að lesa ensku útgáfuna hjá henni. Þessi punktur með Hippokratesareiðinn er einmitt ein af „perlum“ Jónínu Ben. Það var af svo mörgu að taka í yfirlitinu mínu að ég kom því ekki að. Alveg „bráðskemmtilegt“. Það mætti að ósekju taka saman topp 10 perlur Jónínu Ben einhvers staðar. 😉
  Bestu kveðjur
  Svanur

 3. Sæll Svanur
  Já það er skiljanlegt að þú hafir ekki komið öllu að í yfirlitinu. Það er örugglega nálægt því að vera full vinna að fylgjast með öllum perlunum sem Jónína kastar fyrir okkur svínin:)

Leave a comment