Hugmynd að góðri helgi

Hlutir sem ég ætla EKKI að gera um helgina

 • Hugsa um Icesave
 • Hugsa um Haga, 1998, Jón Ásgeir eða bara eitthvað sem tengist afskriftum skulda
 • Hanga inni of mikið
 • Vakna of snemma
 • Vakna of seint
 • Læra of lítið og fá samviskubit á mánudaginn
 • Eyða heilum degi í óminnishegrann

Hlutir sem ég ÆTLA að gera um helgina

 • Lesa um bernskulæsi og barnabókmenntir
 • Vinna í ritgerð um áðurnefnd efni (fyrst og fremst læsið þó)
 • Fara út að taka myndir
 • Fara í ræktina
 • Horfa á fótbolta
 • Smakka fleiri jólabjóra
 • Kverúlantast á internetinu

Nokkuð viss um að þetta verður bara fínasta helgi.