Minnismiðar (UTN)

Ég rakst á ansi sniðugt forrit um daginn. Ég er þannig að mér finnst rosalega þægilegt að skrifa hitt og þetta niður hjá mér þegar ég er að vesenast í tölvunni og á netinu. Það er svona frekar óþægilegt að nota alltaf ritvinnsluforrit til þess auk þess sem að það er bara hægt að nálgast það sem í þau er skrifað í þeirri tölvu sem skjölin eru vistuð.

Evernote er sniðug lausn á þessu. Þetta virkar þannig að ég get bæði notað þetta sem forrit í tölvunni hjá mér og skrifað niður hina og þessa punkta og jafnvel hent inn myndum og annað og forritið samstillir (syncar) sig svo við svæði sem ég á hjá Evernote á netinu þannig að allt sem ég set þar inn er aðgengilegt í hvaða tölvu sem er svo lengi sem hún er nettengd.

Ég get alveg ímyndað mér að þetta gæti nýst kennurum, er maður ekki alltaf að fá einhverjar hugmyndir og detta inn á einhverjar sniðugar síður sem tengjast starfinu heimavið:)