4 replies on “Aukin virkni nemenda með Twitter (UTN)”

 1. Já klassa grein.
  Sýnist að Twitter sé að tröllríða öllu í Bandaríkjunum, finnst merkilegt að fólk sé ekki búið að tileinka sér þetta í stærri mæli hér á landi.

  Kannski það sé hluti af kreppunni? Ætli við séum að róast í að vera með í öllu því heitasta í heiminum? Pæling.

  Kv. Andri Snær

 2. Já það er spurning. Það er reyndar kominn dágóður fjöldi Íslendinga á Twitter en mér sýnist þeir sem eru virkir fyrst og fremst vera þeir tæknisinnaðri. Veit um marga sem stofnuðu aðgang en sáu ekki tilganginn með þessu alveg strax, enda er þetta frekar frábrugðið Facebook sem virðist vera orðinn standardinn hjá landanum, og létu þetta bara sigla sinn sjó.

  Ég held að málið sé að einhverju leyti það að við erum svolítið vanaföst þegar allt kemur til alls. Við erum með mestu Facebook nærværu allra landa held ég en flestum virðist finnast það alveg nóg.

 3. Ég held einmitt að það sé málið, fólk er orðin vant facebook og lætur það sér nægja!
  En ég man eftir því þegar facebook kom fyrst, mér fannst það svoo flókið en í dag getur maður nánast verið án þess hehe 😉

Comments are closed.