Laxveiðitölur – meðaltal á stöng.

Það hefur lengi farið í taugarnar á mér að í uppgefnum laxveiðitölum t.d. á textavarpinu og á angling.is er aldrei gefið upp meðaltal á hverja stöng sem leyfð er í viðkomandi á. Mér finnst þetta óskiljanlegt þar sem að það er miklu betri mælikvarði á veiðina heldur en slétt heildartala laxa. Þar sem ég þarf að drepa tíma í skólaferðinni sem ég er í á Akureyri ákvað ég að setja þetta upp í töflu og reikna út meðaltalið á stöng. Ég notaðist við tölurnar frá angling.is og ætla að reyna að muna að uppfæra þetta einu sinni í viku. Hér eru herlegheitin.