Langar að benda á þennan vefvarpspistil eftir Penn Jillette sem kom held ég barasta út í dag eða í gær. Á twitter kynnti Penn pistilinn með orðunum „Hate religion – love people. Don’t respect religion – respect people“ og hann leggur útaf þeim þarna.
Ég tek annars bara undir meira og minna allt sem hann segir þarna, og tengi þetta svolítið umræðunni sem nú er í gangi um að múslimar fái að byggja sér mosku eða eitthvað álíka hér á landi. Mér er alveg sama um það málefni, svo lengi sem þeir eins og önnur félög halda sig innan ramma laganna sem hér gilda. Mín afstaða gagnvart Islam er nákvæmlega eins og afstaða mín gagnvart kristni og ég mun (og hef) bent á fáránlega hluti úr þeirra ranni og fær örugglega tækifæri til þess þegar þeir fara að verða meira í umræðunni hérna heima.