Hugmynd fyrir forsetann!

Sæll Ólafur. Ég heyrði að þú ert að hugsa um að birta ca. helminginn af ástarbréfunum sem þú sendir fyrir hönd útrásarvíkingana hingað og þangað um heiminn. Jafnframt að þú ætlaðir ekki að birta bréf sem hefðu verið send til þeirra sem eru ennþá þjóðhöfðingjar eða áhrifamenn. Svona til þess að móðga engan með því að birta bréfin án leyfis.

Ein hugmynd sem kviknaði hjá mér þegar ég heyrði þetta. Hvernig væri að sækjast bara eftir leyfi? Hvað er í þessum bréfum sem kemur þessum þjóðhöfðingjum illa? Ertu að vernda þá, þig eða útrásarvíkingana?