Þar sem ég var óvænt í þeirri stöðu að vera búin að klára allt það sem ég hafði ætlað mér að gera nokkuð snemma í kvöld ákvað ég að kíkja út og taka nokkrar myndir. Það var bæði kalt og leiðinda vindur á stöku stað þannig að ferðin var kannski ekki jafn fengsæl og ég hafði ætlað mér. Eða sjáum til.
Fór fyrst niður að sjó við Kópavoginn. Ætlaði að taka myndir af tunglinu yfir Arnarnesinu en gekk það eitthvað hálf illa. Svo flaug flugvél yfir:
Þegar ég svo gafst endanlega upp á tunglinu sá ég að rétt hjá mér hafði einhver gleymt hjólinu sínu:
Þegar þarna var komið við sögu var mér bæði orðið kalt og svo mundi ég að ég þurfti að skreppa í búð. Svo ég gerði það:
Þegar ég var svo að keyra út úr Garðabænum sá ég að þeir eru búnir að setja upp jólaskrautið svo ég smellti mynd af því líka:
Því næst keyrði ég Vífilstaðaleiðina áleiðis inn í Kópavog en ákvað að stoppa hjá hesthúsunum og reyna að ná myndum af einhverju þar. Sá strax friðarkertið hennar Ono og ætlaði að reyna að ná því. Því miður er viewfinderinn í vélinni minni engan vegin nógu góður þegar birtan er lítil þannig að ég var lengi að finna rétta fókus og ramma inn myndirnar. Svo fóru bílarnir að keyra framhjá:
Til að gæta að samkeppnissjónarmiðum stoppaði ég á leiðinni heim líka:
Því næst fór ég bara heim. Kaldur en nokkuð sáttur.