Myndvinnsla (UTN)

Nú fer að líða að skiladegi fyrir verkefni 3 í UTN áfanganum og því eru kannski einhverjir farnir að huga að verkefni 4. Að öðrum verkefnum ólöstuðum er það verkefnið sem mér leist strax best á, enda snýst það um ljósmyndun og myndvinnslu. Bent er á forritin Gimp og Paint.net og ég get tekið undir að þau eru bæði mjög fín í því sem þau gera.

Svo fín eru þau reyndar, og þá alveg sérstaklega Gimp, að ég fullyrði að fyrir lang flesta ‘venjulega’ notendur eru þau meira en nóg og gera allar hugleiðingar um Photoshop algjörlega óþarfar. Ég sjálfur er tiltölulega nýfarin að nota PS og í rauninni er helsti kosturinn við það umfram hin forritin að með því fylgir innbygður RAW-converter, s.s. forrit sem opnar og leyfir mér að vinna svokallaða RAW-fæla úr myndavélum, en sækja þarf sérstaka viðbót (plug-in) til þess að slíkt sé hægt í Gimp og Paint.net. En þetta er eitthvað sem ég held að flestir notendur þurfi ekki að hafa miklar áhyggjur af.

Ég setti tengla í kennsluefni (tutorials) fyrir bæði Gimp og Paint.net á delicious fyrir ykkur sem eruð með mér í UTN ef þið hafið áhuga. Svo langar mig líka að benda á skemmtilega viðbót fyrir þá sem eru vanir viðmóti Photoshop en vilja prófa Gimp, þetta heitir Gimpshop og breytir viðmóti forritsins þannig að það líkist PS.

3 replies on “Myndvinnsla (UTN)”

 1. Ath, þetta comment er í anda bitur.is, og ætti að vera lesið sem slíkt.

  gimp er ágætt.
  En mér þykir samt vont þegar fólk er að bera saman gimp og photoshop.
  gimp er nefninlega til fyrir bæði windows, linux og mac. Og er ókeypis, sem er kostur. En gimp er samt ekkert photoshop.
  Í photoshop (eða ms-paint for that matter) þegar þú ætlar að teikna kassa, þá veluru kassa tólið og teiknar kassa. Og voila, kominn með kassa.

  Í gimp,þegar þú ætlar að teikna kassa, þá veluru kassalaga selection tólið, gerir selection, ferð í selections valmyndina og velur border og setur 1 (eða meira) í border, velur svo málningarfötuna og hellir inn í borderinn. Og voila, kominn með kassa.

  Eins og gimp getur verið fínt, þá finnst mér asnalegt að notendur þurfi að leita í hjálpina, eða það skuli yfirhöfuð verða þörf fyrir að hafa sérstakt FAQ fyrir hvernig maður teiknar kassa og hringi.

  Annars nota ég gimp slatta 🙂

 2. Nei það er alveg rétt. Gimp er ekkert Photoshop. En ég fullyrði að 90% (gróflega áætlað) af öllum sem á annað borð vinna með myndir hafa ekkert með Photoshop að gera. Sérstaklega þegar haft er í huga hvað Photoshop kostar:)

  Ertu búinn að prófa hvort að þetta er þægilegra með Gimpshop? Ég hef reyndar ekki hugmynd um hvort að það breytir action-inu sjálfu en viðmótið verður víst alveg eins og í PS.

Comments are closed.