„Litli“ bróðir varð tvítugur í vikunni. Á það var m.a. haldið upp á með ferð á American Style. Mynd-á-viku mynd númer 13. Allar myndirnar hingað til eru hér.
Monthly Archives: mars 2010
Skuggavarp (PAW)
Vorum að leika okkur með myndvarpa á leikskólanum. Þessi mynd er því samvinnuverkefni mitt og nokkurra ungra listamanna Mynd-á-viku mynd númer 12. Allar myndirnar hingað til hér.
Ótrúlega öflug stjórnarandstaða
Miðað við málflutning ríkisstjórnarinnar stendur stjórnarandstaðan í vegi fyrir allskonar sniðugum og góðum lausnum á þeim vandamálum sem þarf að leysa. Þetta finnst þeim auðvitað hið versta mál. Ömurleg þessi stjórnarandstaða. Það sem er samt svo merkilegt er hversu miklu öflugri þessi stjórnarandstaða er heldur en þær seinustu á undan. Allavega ef marka má VG …
Myndbreytir (UTN)
Mig vantaði forrit til að breyta PSD mynd sem ég bjó til í Photoshop yfir í JPG þannig að ég skellti mér á Google. Átti allt eins von á því að þurfa að sækja forrit og jafnvel að almennilegt slíkt kostaði pening en nei! Fann þetta fyrirbæri sem gerir þetta í gegnum netið og alveg …
Fangelsið við Arngrímsgötu 3 (PAW)
Þessi mynd lýsir seinustu viku ágætlega. Tekið úr lesbás í Þjóðarbókhlöðunni Mynd-á-viku mynd númer 11. Allar myndirnar hingað til eru hér.
Aukin virkni nemenda með Twitter (UTN)
Rakst á grein á Mashable vefnum þar sem sagt er frá góðum árangri af notkun Twitter í skólum í Bandaríkjunum. Þetta er kannski ekki eitthvað sem við sem erum að læra leik- og grunnskólakennarann getum nýtt okkur í allra nánustu framtíð en sniðugt engu að síður.
Hjaltson (PAW)
Hjalti bróðir spakur í stofunni heima. Mynd-á-viku mynd númer 10. Allar myndirnar hingað til eru hér.
… gerir grein fyrir atkvæði sínu
Það tíðkast á Alþingi að menn geti gert grein fyrir atkvæði sínu við atkvæðagreiðslur. Almenningur hefur víst ekki kost á því við almennar atkvæðagreiðslur þannig að ég ætla að nota þetta blogg til þess í staðinn. Ég tók semsagt þátt í minni fyrstu þjóðaratkvæðagreiðslu áðan. Alveg óháð því hvaða skoðun ég hef á málinu sem …
Minnismiðar (UTN)
Ég rakst á ansi sniðugt forrit um daginn. Ég er þannig að mér finnst rosalega þægilegt að skrifa hitt og þetta niður hjá mér þegar ég er að vesenast í tölvunni og á netinu. Það er svona frekar óþægilegt að nota alltaf ritvinnsluforrit til þess auk þess sem að það er bara hægt að nálgast …
Hér skal eigi renna (PAW)
Stigahandriðin hér í gamla Lækjarskólanum í Hafnarfirði benda til þess að menn hafi ekkert verið með neitt hálfkák. Það bara einfaldlega ÁTTI EKKI að renna sér niður handriðin. Mynd-á-viku mynd númer 9. Allar myndirnar hingað til eru hér.