Mig vantaði forrit til að breyta PSD mynd sem ég bjó til í Photoshop yfir í JPG þannig að ég skellti mér á Google. Átti allt eins von á því að þurfa að sækja forrit og jafnvel að almennilegt slíkt kostaði pening en nei! Fann þetta fyrirbæri sem gerir þetta í gegnum netið og alveg frítt! Tekur smá tíma reyndar en það skiptir litlu máli.
Comments are closed.
Ég er s.s. vitlausari en ég lít út fyrir að vera. Þetta er víst ekkert mál að gera í Photoshop ef maður fer í Save for Web and Devices.
Vei.
Gastu ekki líka bara farið í Save a copy…eða Save as og valið .JPG úr fellilistanum??
Nei, þetta var að einhverjum ástæðum ekki hægt þannig. Veit ekki af hverju.