Nælurnar hans afa (PAW)

Afi safnaði nælum. Ég er með slatta af þeim heima og var aðeins að skoða þær í gær og fann nokkrar merkilgar og flottar.

Þarna eru merki frá lýðveldishátíðinni 1944, tveir sjálfstæðisfálkar (sá hægra megin er úr gulli) og styrktarmerki Styrktarfélags Vangefinna.

Það seinasta er kannski ekki neitt sérstaklega merkilegt en mér finnst það skondið merki um hvernig tímarnir breytast.

Mynd-á-viku mynd númer 19. Allar myndirnar hingað til eru hér.