Marbakki (PAW)

Ég er byrjaður í 10 vikna vettvangsnámi á leikskólanum Marbakka. Hann er staðsettur, eins og nafnið gefur til kynna, niður við sjó og er í ansi skemmtilegu umhverfi sem ég fæ vonandi að kanna eitthvað með börnunum á næstu vikum. Mynd-á-viku mynd númer 35. Allar myndirnar hingað til eru hér.

Hjörtur kvaddur (PAW)

Hjörtur vinur minn er fluttur til Svíþjóðar þar sem hann hyggst ná sér í mastersgráðu í ‘Automotive engineering’. Hann hélt kveðjupartý á laugardaginn. Þar var ansi mikil gleði eins og sést. Mynd-á-viku mynd númer 34. Allar myndirnar hingað til eru hér.

Laxveiðitölur – meðaltal á stöng.

Það hefur lengi farið í taugarnar á mér að í uppgefnum laxveiðitölum t.d. á textavarpinu og á angling.is er aldrei gefið upp meðaltal á hverja stöng sem leyfð er í viðkomandi á. Mér finnst þetta óskiljanlegt þar sem að það er miklu betri mælikvarði á veiðina heldur en slétt heildartala laxa. Þar sem ég þarf …

Mannhaf (PAW)

Tugþúsundir mættu á Gay Pride í ár eins og alltaf. Mér finnst frábært hvað þessi viðburður er orðin eðlilegur hluti af menningarlífi Íslendinga. Það er langt í frá sjálfgefið að nærri því þriðjungur þjóðar mæti í samstöðu og gleðigöngur Mynd-á-viku mynd númer 32. Allar myndirnar hingað til eru hér.