Ég skrifaði pistil sem birtist í dag á Vantrú.is. Í honum upplýsi ég það að mér líði eins og úlfalda.
Monthly Archives: september 2010
Gestaþraut (PAW)
Hvað er þetta? 7 rokkstig fyrir þann sem svarar rétt! Mynd á viku mynd númer 39. Allar myndirnar hingað til eru hér.
Pistill dagsins á Vantrú…
…er eftir undirritaðan. Minn fyrsti þar á bæ. Mikið stuð. Mikið gaman.
Android prufa
Bílastæðablús (PAW)
Fátt leiðist mér meira en að sitja aðgerðalaus í bíl Mynd-á-viku mynd númer 38. Allar myndirnar hingað til eru hér.
Íbúar blæða fyrir tortryggni nýs meirihluta í Kópavogi
Nýr meirihluti tók við stjórnartaumunum í Kópavogi í sumar. Það var eðlilegt með tilliti til niðurstöðu kosninganna og þess anda sem mér fannst ríkjandi í bænum að flokkarnir tveir sem höfðu stjórnað samfleytt frá árinu 1991 kæmu ekki að stjórn núna. Það var hins vegar alltaf ljóst að það yrði flókið mál að mynda meirihluta …
Continue reading „Íbúar blæða fyrir tortryggni nýs meirihluta í Kópavogi“
Skrýtin skilaboð um jafnrétti frá Menntamálaráðuneyti
Inn um lúguna á leikskólanum þar sem ég er í vettvangsnámi þessar vikurnar datt nýtt rit frá Menntamálaráðuneytinu um jafnréttismál. Kynungabók heitir ritið og er því beint til ungs fólks. Þetta er flottur bæklingur í A4 broti myndskreyttur af Hugleiki Dagssyni og um umbrot og hönnun sá Kári Emil Helgason. Um tilefni og tilgang útgáfunnar …
Continue reading „Skrýtin skilaboð um jafnrétti frá Menntamálaráðuneyti“
Hate religion – love people
Langar að benda á þennan vefvarpspistil eftir Penn Jillette sem kom held ég barasta út í dag eða í gær. Á twitter kynnti Penn pistilinn með orðunum „Hate religion – love people. Don’t respect religion – respect people“ og hann leggur útaf þeim þarna. Ég tek annars bara undir meira og minna allt sem hann …
Litaglas (PAW)
Stundum fær maður hugmyndir þegar dauður tími er á leikskólanum. Mynd-á-viku mynd númer 37. Allar myndirnar hingað til eru hér.
Niðurgreiðsla þjónustumiðstöðva ríkiskirkjunnar
Prestshjónin Árni Svanur Daníelsson og Kristín Þórunn Tómasdóttir skrifa magnaðan pistil í Fréttablaðið í dag. Honum er ætlað að benda á hætturnar sem steðja að ríkiskirkjunni vegna úrskráninga úr henni. Mér finnst merkilegt að í pistlinum er ekki minnst einu orði á að andlegu ástandi eða siðferði þjóðarinnar stafi einhver hætta af úrskráningu, og hef …
Continue reading „Niðurgreiðsla þjónustumiðstöðva ríkiskirkjunnar“