Fjórar góðar bloggfærslur

Á daglegri yfirferð mína yfir blogggáttina rakst ég á fjórar bloggfærslur sem mér finnst allar mjög góðar. En færslurnar eru s.s. eftir Eið Alfreðsson, Kristinn Theódórsson, Atla Þór Fanndal og Matthías Örvita.

Það hefur kannski einhver tekið eftir því að ég hef bloggað örar seinustu daga en ég hef gert, tja, bara sennilega síðan fyrstu vikurnar og mánuðina eftir að ég byrjaði að blogga á blogspot fyrir sjö (!) árum síðan. Ég veit ekki alveg af hverju þetta stafar. Að einhverju leyti má kannski skrifa þetta á þörf til þess að hætta því að vera bara kommentari í trúarumræðu, og reyndar bara almennri umræðu líka. Svo einhvern vegin hef ég bara töluvert að segja þessa dagana.

En það er líka allt eins líklegt að þessi læti renni nú af manni á næstu dögum. Sjáum til.