Að vera á móti moskum og trúfrelsi

Er trúfrelsi á Íslandi? Já, skv. 63. grein stjórnarskrárinnar eiga allir rétt á að iðka trú í samræmi við sannfæringu sína. Menn mega svo stofna trúfélög utan um þessa iðkun.

Hefur verið litið á það sem eðlilegan hluta af þessu trúfrelsi að hið opinbera standi ekki í vegi fyrir því að lögleg trúfélög komi sér upp húsnæði til þess að nota í trúarlegum tilangi? Já og sveitarfélög hafa úthlutað trúfélögum lóðir fyrir þessar byggingar í gegnum tíðina.

Er hægt að vera á móti því að löglegt trúfélag fái úthlutað lóð en samt vera fylgjandi trúfrelsi? Nei. Sjá svör við fyrstu tveimur spurningunum.