Nýnasistarnir sem talað er við í DV í dag gera lítið til þess að kveða niður þá kenningu að fólk sem hallist að þessari hugmyndafræði sé upp til hópa illa gefið hvítt hyski. Það að Sigríður Bryndís Baldursdóttir, sem hefur verið einna mest áberandi í þessum hópi, kunni ekki að stafsetja viðurnefnið sem hún velur sér á netinu segir auðvitað sína sögu.
Og ekki er það nú til merkis um mikla þekkingu að lepja upp hið marghrakta áróðurskjaftæði um að Hitler hafi eytt atvinnuleysi í Þýskalandi. Jú, opinberar atvinnuleysistölur lækkuðu, en með hvaða aðferðum náðist sá árangur? Þar kom helst þrennt til.
1) Hitler kom á fót atvinnuverkefnum þar sem karlmenn fengu vinnu við að byggja ýmsar opinberar byggingar og t.a.m. Autobahn þjóðvegina. Þessir menn bjuggu í sérstökum búðum, klæddust allir eins einkennisfötum og fengu engin laun utan örlítilla vasapeninga.
2) Hitler byggði upp stóran her. Þar fengu menn vinnu.
3) Hitler hrakti konur og gyðinga úr sínum störfum í stórum stíl og lét ráða karla í staðinn. Þar sem að konur áttu að halda sig heima og gyðingar voru óæðri bættist hvorugur hópurinn á atvinnuleysisskrár.
Ég efast ekki um að nasistamamman og vinir hennar haldi í alvörunni að þau þekki einhvern sannleik sem ‘má ekki’ tala um. Þau eru hins vegar bara að tala með vitlausum hringvöðva. Eins og illa gefið fólk gerir iðulega.