Hatrammur biskup á heilögum Páskum

Svona talar maður sem hefur horft inn í sortann og horfst í augu við andlegt skipbrot guðleysisins, mannhyggjunnar, vísindalegrar efnishyggju, eins og það hét, í helju Gúlagsins, illskunnar, mannfyrirlitningarinnar. Guð er. Líka þar. #

Svo mælti séra Karl Sigurbjörnsson, æðsti opinberi embættismaður ríkiskirkjunnar. Hann var að sjálfsögðu að setja trúleysi í samhengi við illvirki kommúnista, af því að það er svo málefnalegt.

Það er hins vegar ekki málefnalegt að svara Karli og ef ég geri það þá verð ég stimplaður öfgamaður af mörgum. Algjörlega óháð hverju því sem séra Karli dettur í hug að segja, innblásin af náungakærleik og umburðarlyndi trúar sinnar, um fólk eins og mig.

En hey! Gleðilega páska!