Mig vantaði forrit til að breyta PSD mynd sem ég bjó til í Photoshop yfir í JPG þannig að ég skellti mér á Google. Átti allt eins von á því að þurfa að sækja forrit og jafnvel að almennilegt slíkt kostaði pening en nei! Fann þetta fyrirbæri sem gerir þetta í gegnum netið og alveg …
Category Archives: Tæknimál
Aukin virkni nemenda með Twitter (UTN)
Rakst á grein á Mashable vefnum þar sem sagt er frá góðum árangri af notkun Twitter í skólum í Bandaríkjunum. Þetta er kannski ekki eitthvað sem við sem erum að læra leik- og grunnskólakennarann getum nýtt okkur í allra nánustu framtíð en sniðugt engu að síður.
Minnismiðar (UTN)
Ég rakst á ansi sniðugt forrit um daginn. Ég er þannig að mér finnst rosalega þægilegt að skrifa hitt og þetta niður hjá mér þegar ég er að vesenast í tölvunni og á netinu. Það er svona frekar óþægilegt að nota alltaf ritvinnsluforrit til þess auk þess sem að það er bara hægt að nálgast …
Iphone og annað dót
Ég á ekki Apple/Mac tölvu og hef aldrei átt. Ég á heldur ekki Ipod. Og fyrr gerist ég styrktaraðili Sjöunda dags aðventista en að ég eyði mínum eigin pening í Iphone á hátt í 150.000. kr. Þetta er ekki bara af því að mér finnst þetta hipp og kúl hype í kringum Apple seinustu ár …
Formlegur tækjabúnaður
Ég ræð því víst sjálfur hvort að ég nota „hinn formlega tækjabúnað“ í fyrirlestri sem ég á að halda eftir tvær vikur í sögu. Ég veit ekki hvort maður á að þora því.
Svona nýtt eitthvað
Jæja. Nýtt blogg. Kveð bloggspottið for gúdd held ég. Var ekki búinn að vera virkur þar lengi enda ekki verið í miklu skrifstuði upp á síðkastið, nema jú fyrir skólann. Ætla að sjá til hvernig þetta þróast hérna. Ætla þetta fyrst og fremst fyrir hugleiðingar, og ekkert endilega neitt sérstaklega langar hugleiðingar. Er annars bara …