Skólablogg (UTN)

Á þessari önn verð ég í áfanga um Upplýsingatækni í skólastarfi. Vegna hans þarf ég að vera með blogg og þar sem ég er með þetta líka fína blogg hérna þá verður það bara samnýtt. Þannig að reglulega koma inn pistlar um upplýsingatækni tengdir áfanganum og mun ég setja þá í sérstakan flokk sem heitir UTN, auk þess sem ég merki það í titli.

Ég veit ekki hvort þið sem lesið þetta beint á Facebook sjáið þessar skilgreiningar þar inni en það er ekki mitt vandamál.

Og hananú!

8 replies on “Skólablogg (UTN)”

  1. Ég þarf að setja eitthvað inn helst einu sinni í viku á meðan verkefninu stendur, auk þess sem ég þarf að kommenta helst einu sinni í viku hjá einhverjum öðrum í hópnum.

  2. @Natti: Heyrðu, þið almúginn (eða jafnvel skríllinn) megið alveg endilega commenta á UTN færslurnar. Nógu feginn er ég bara að fá comment yfirhöfuð. Það gæti nú alveg dottið eitthvað inn sem vekti þína forvitni.

    @Rebekka: Jámm ég sá það hjá þér. Ég spurði Eygló hvort að það væri ekki örugglega í lagi að nota þessa bara og það var ekkert mál, bara ef ég merkti þetta þannig að þeir sem eru í UTN geti þekkt þau blogg frá hinum. Mér finnst samt að þið eigið bara að lesa allt sem ég skrifa sko!

  3. Dem, við förum 1x í feb og 2x í mars og þetta eru alltaf 1 og hálfur dagur :/ Maður verður svo þreyttur á að fara svona oft, sérstaklega þegar maður keyrir alltaf :S

  4. Vá, þetta verður flóknara með hverju árinu. Já það er líka bara svo mikið umstang að koma sér norður fyrir einn og hálfan dag í einu!

Comments are closed.