PAW (mynd)

Þeir sem kíkja inn á Flickr-síðuna mína hafa ef til vill tekið eftir verkefni sem ég ákvað að vinna út árið. Svipuð hugmynd og Mynd-á-dag (PAD) verkefnið sem ég setti mér í sumarfríinu nema að núna ætla ég að setja inn eina mynd á viku (PAW) sérstaklega fyrir þetta verkefni, þó að myndirnar geti verið úr tökum sem koma að öðru leiti inn á síðuna eins og annað dót. Mér datt í hug að það væri ekkert vitlaust að setja myndirnar hér inn líka. Nei?