Hafði ákveðið að skrifa smá grein um Twitter en sá svo grein frá Þórarni Hjálmarssyni þar sem hann lýsir þessu betur en ég hefði gert.
Ég held að kennarar geti vel nýtt sér Twitter, og þá sérstaklega til að deila greinum og öðrum fróðleik sem þeir rekast á á netinu.
Þið finnið mig á Twitter hérna.
Og af því að Eygló var að tala um Íslendinga og Facebook í tímanum í dag þá eru hér tölur um Íslendinga á Facebook sem frændi minn tók saman um daginn: http://gommit.com/2010/1/10/United-Icelandic-Nation-on-Facebook/
Ekki spurning að kennarar eigi að nýta sér Twitter.
Einmitt. Þetta er eitthvað að byrja á Facebook, þ.e. að kennarar sjái hvernig hægt er að nýta sér það til að deila og ræða um hitt og þetta sem tengist faginu. Fólk virðist hins vegar ekki sjá möguleikana sem Twitter býður upp á. Kannski er það af því að við erum orðin svo Facebook-vædd að það kemst ekkert annað að.
Úff ég vona að hún fari ekki að koma með meira dót til að skrá sig á, er í endalausum vandræðum með þetta delicious dæmi :S
Nú? Mér finnst það svo einfalt. Var ætlast til þess að við settum eitthvað UTN tengt þar inn reglulega?
í sambandi við delicious, held ég að við höfum bara átt að skrá okkur þar inn, veit ekki til þess að það hafi verið einhver skylda um virkni þar