Hér birtist áðan pistill sem átti ekki að birtast strax. Ég tók hann út af því að honum er ætlað að birtast á öðrum vettvangi áður en hann birtist hér. Það er semsagt ekki um neina ritskoðun að ræða heldur einfaldan klaufaskap i sjálfum mér því ég hafði steingleymt að breyta birtingaráætluninni sem ég var búinn að stilla pistilinn á.
En fyrst ég er byrjaður að skrifa, hvað með smá punktablogg?
- Væri í alvörunni til of mikils mælst að Stöð2Sport2 sýndi þeim sem punga út fyrir áskrift þá virðingu að láta auglýsingahlé ekki ná fram yfir byrjun leikja? Nú er í gangi fimmta umferð þessa tímabils í ensku deildinni og nú þegar hefur þetta gerst í fjórum leikjum svo ég viti til
- Þessi pistill Davíðs Þórs. Ég skil alveg hvað Davíð er að fara en mér finnst hann fremja Sannan skota að einhverju leyti. Og svo finnst mér óskiljanlegt að bendla siðrænan húmanisma við voðaverk kommúnista gegn trúuðu fólki. Ég veit ekki til þess að siðrænn húmanismi hafi verið yfirskrift þeirrar hugmyndafræði sem þar réði ferðinni.
- Nú er verið að rifja upp gamla frétt þar sem Bjarni Benediktsson og Illugi Gunnarsson höfðu mælt með aðildarviðræðum við ESB. Ég skil ekki hverju svona á að skila. Þetta er aðferðafræði úr smiðju AMX og Andríkis. Og trúið mér, ef það á virkilega að fara út í svona æfingar þá vinna þeir því að þeir hafa fullkomnað þessa aðferð í gegnum tíðina. Svo finnst mér það eiginlega bara ekkert fréttnæmt að stjórnmálamaður hafi þá skoðun sem helst hentar hverju sinni.
- Ég á Aygo, sem er mjög sparneytinn bíll. Samt er ég strax farinn að sjá hverju það munar fyrir mig í bensíneyðslu að þurfa ekki að keyra inn í hafnarfjörð 3-4 sinnum í viku eins og seinustu fjögur ár. Enn einn kosturinn við það að útskrifast.
- Ég er búinn að taka mjög mikið af myndum undanfarið en nánast bara fyrir leikskólann. Sem þýðir að ég get ekki birt myndirnar opinberlega. Ég þarf að fara að taka meira af myndum fyrir sjálfan mig.
- Og hey! Haustlitir.
- Æi ohh, stormur.
Ég held að ég láti þetta nægja í bili.