Gídeonforsetinn og mannréttindi barna

Svo óvenjulega vildi til að ég horfði á fréttirnar á Stöð 2 í gærkvöldi. Þar var fjallað um nýsamþykktar reglur Reykjavíkurborgar um samskipti lífsskoðunar- og trúfélaga við menntastofnanir þar sem loksins er kveðið skýrt á um að trúboð verður ekki stundað í leik- og grunnskólum borgarinnar (eða í dægradvölum þeirra síðarnefndu). Eins og gefur að …