Á mbl.is má nú sjá frétt um að grunur er um salmonellusmit í kjúklingi frá Matfugli. Mig minnti að ég hefði nú séð fréttir um smit hjá Matfugli áður ekki fyrir löngu og smá gúgl staðfesti þann grun minn. Þetta er (í það minnsta) í fjórða sinn á þessu ári sem þetta gerist. Fyrst 28. febrúar, svo 6. apríl og loks 30. júlí.
Ætli þetta sé alveg eðlilegt? Ég tók stykkprufu með Ísfugli og sömu leitarorðum en fann engar fréttir nema um það hversu öflugt eftirlitskerfi þeir segjast vera með. Í öllum fréttunum er tekið fram að engin hætta sé á ferðunum ef fólk meðhöndlar fuglinn rétt en ég verð að viðurkenna að ég efast um að ég kaupi fugl frá Matfugli á næstunni.