Bragðið af jólunum

Sit við tölvuna og hlusta á blessaðan spilastokkinn. Slembileikurinn skellir á mig „What can I give him“ með henni Mahalíu Jackson heillinni og yfir mig steypist bragðið af jólunum: Rjúkandi heitt og ilmandi soðið brauð með rennandi smjöri og spikfeitri hangikjetsflís. Svo strax oní það kemur Föndurstund með Baggalúti.

Jólin eru greinilega að koma.

Join the Conversation

4 Comments

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *