Eitt ofurlítið kast af smárasótt

Þriðji í páskum: ég er með magapínu.

Er ég annars sá eini sem er ekki alfarið afslappaður yfir PepsíMax auglýsingunni? Þessari þar sem menntaskólastrákarnir eru strandaglópar í eyðimörkinni? Og súpersexí skutlan kemur til bjargar eins og í blautum draumi í svefnpoka í Þórsmörk?
„Úúúú strákar. Við verðum víst að vera hérna í nótt.“

„Eigum við ekki að koma ykkur úr þessum ‘blautu’ fötum.“

Já, fynd. Haha. Og fólk lætur eins og Kókakólakompaníið hafi verið fyrst til að fatta uppá auglýsingaherferð með Zero legsýkisjöfnuði.

Afhverju hef ég aldrei orðið var við neinn láta þetta fara í taugarnar á sér?

Ég veit ekki. Kannski er þetta bara af því að viðfangið er hjólgraða heimilisfrúin Eva Longoria, en ekki togleðursjórtrandi fermingarstelpa úr Kópavogi. Ekki þess verð að taka sóttina yfir.

4 replies on “Eitt ofurlítið kast af smárasótt”

  1. Hah jú! Ég er búin að ergja mig óheyrilega á þessari auglýsingu síðan ég sá hana fyrst hér í Englandi. Reyndar fer Eva í taugarnar á mér þar sem hún hefur lýst því yfir að hún ætli að þiggja öll hlutverk sem ganga út á kynþokkann, hún veit sem er að hún er óttalegur pappakassi sem getur lítið leikið og því mun eftirspurnin fjúka út í veður og vind þegar hún hættir að vera sæt.

  2. Hei, muniði líka eftir kókakóla auglýsingunni þar sem allir sitja með kerti og syngja um að allir í heiminum geti verið vinir! Hei! Raunhæft maður!! Þokkaleeega!! Indjánar og kúrekar hlið við hlið, svartir og hvítir hlið við hlið kínverjar og… og… (hvað er andstæðan við gult? Er það blátt?) og blámenn hlið við hlið. Var reyndar ekki búinn að átta mig á að þessi auglýsing væri svona hliðholl blökkumönnum, bara bókstaflega allir geta verið vinir þeirra! Magnað maður!

Comments are closed.