Vegurinn heim og kveðja úr gullæðinu

Þegar ég settist upp í bílinn niðri í Vatnsmýri heilsuðu spírurnar í Víðsjá mér með Pálma-Gunn-slagaranum „Hver vegur að heiman“ af því tilefni. Ég skrúfaði niður rúðuna og naut tilefnisins.

Mikið rosalega er það ógeðslega gott lag vinur.

Hreinn. Galdur.

Annars er allt gott að frétta. Það var þarna tveggja mánaða tímabil sem var bókstaflega brjálað að gera. Svo mjög að keyrði um þverbak. Ég missti af fermingu systurdóttur minnar. Sá of lítið af konu minni og börnum. Það er hægara núna. Það brestur eitthvað á aftur einhverntíma. Á næstu vikum eða mánuðum. En þangað til er líf.