Ráðherrastóll

Og af því tilefni vil ég vísa á þjónvarp. Það hafa ýmsir flutt lagið „The Mercy Seat“ í gegnum tíðina. Þessir gera það best. Og þetta er besta lag í heimi sem ber þann titil.

Þó að hitt sé vissulega mjög gott líka. Og býsna magnað bæði í frumútgáfunni og með svartklædda manninum.

Allavega.

Ég gróf þennan gimstein úr internetsorpinu í gærkveldi. Brast þá á með nostalgíu. Ég vildi endilega prófa hvernig kæmi út að planta því hérna inn en var of bloggheftur. Svo ég geri þetta svona í staðinn.

Allavega.

Eitthvað varð að gera. Í ljósi síðustu tíðinda.