Freaky Realistic!

Um þetta leyti í gær fékk ég eina dægurflugu úr fortíðinni á heilann. Það tók mig dálitla stund að koma henni fyrir mig: „Leonard Nimoy“ með næntís-poppgrúppunni Freaky Realistic.

Hvað í ósköpunum varð eiginlega af þeim? hugsaði ég þá. Og komst að því að þar er stórt spurt, því Freaky Realistic virðist hafa verið allsendis óþekkt band um allan heim, nema hér heima á Íslandi. Væntanlega vegna tónleikanna sem strákarnir í Freaky Realistic héldu hérna með krökkunum í Bubbleflies, eflaust sællar minningar þeirra sem þar voru.

En það er vandrótað í rangölum internetsins um þetta kúríó: Ekkert þjónvarp og ekki neitt. Þeir sem vilja geta samt farið á netsvæði djöfulsins og rifjað upp ljúf kynni við Leonard Nimoy, að ógleymdum Skapaknapanum.