„Hafið mig afsakaðan meðan ég kyssi þennan náunga…“

Hlusta á Bobbie Gentry syngja „I’ll Never Fall in Love Again:“

What do you get when you kiss a guy
You get enough germs to catch pneumonia
After you do, he’ll never bone ya…

Finnst þetta eitthvað grunsamlegt fyrir listasmell frá ofanverðum sjöunda áratug liðinnar aldar. Fletti því upp og jú, mikið rétt, hún er víst að kvarta yfir því að kauði hringi aldrei í hana, en er ekki að barma sér yfir skorti á beintengingu við hann.

Ojæja…

Join the Conversation

  1. Avatar

1 Comment

  1. Samanber titilinn á færslunni þá lærði ég það fyrst í dag að Hendrix er í raun að segja: „Skjúsmí, væl æ kiss ðö skæ“. Gaman að því!

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *