Ég sá frétt og gluggaði í viðtal fyrir mánuði eða tveimur um það að The Verve væru snúnir aftur. Nú er það meir að segja komið í Mogga allra landsmanna, og hlýtur þá að vera satt.
Þetta þykja mér góð tíðindi.
Ashcroft sem sólólistamaður þótti mér yfirmáta þurrkuntulegur og uppfullur af sjálfum sér. Það þurfti McCabe til að ýta honum út í óvæntu hlutina. Svo er bara að vona að nýja platan verði meira í ætt við „A Storm in Heaven“ og „A Northern Soul“ helduren sólóplöturnar og (að hluta til) „Urban Hymns.“
Þá yrði nú gaman að lifa.