Tímarnir okkar / Tímarnir afa og ömmu

Hjaddna… …sko… …ekki það að mér finnist þeir ekki fínir og allt það… …en hafiði heyrt nýja lagið með Sprengjuhöllinni? Þetta úr leikritinu fyrir norðan? Ég var allavega að heyra það áðan í fyrsta skipti. Það var í útvarpinu sko. Þessu sem maður þarf að stilla á bylgjulengdina. Alltaf svo fastur á tuttugustu öldinni. Allavega. …

Dansandi ástardúett og einræður Jagós

Við hjónin fórum í leikhús í gær. Á frumsýningu á Ótelló, Desdemóna og Jagó í Borgarleikhúsinu. Það var… magnað. Það eina sem flutt er af þýðingunni hans Helga Hálfdanarsonar eru einræður Jagós (Hilmir Snær Guðnason), en Desdemóna (Elsa G. Björnsdóttir) talar táknmál og Ótelló (Brad Sykes) tjáir sig í dansi. Svo rennur þetta líka saman: …

Þögnin rofin

Það var þögn. Og svo var hún rofin af hrópandanum í norsku eyðimörkinni. Hvað skal segja? Það er alltaf hægt að byrja á að óska gleðilegs nýs árs. – – – Ég vorkenni honum Ólafi dálítið. Svona sem manneskju. Ég vorkenni honum næstum jafn mikið fyrir það ámæli sem hann liggur undir og ég vorkenni …