Fjórði dagur fyrstu viku

Lífið er athyglisvert.

Ég hef síðasta mánuðinn verið að lesa Sjálfstætt fólk í strætóferðunum. Uppgötvaði á föstudagsmorguninn – rétt eftir að kýrin hafði verið skorin – að hér vantaði örk. Úr þeirri krísu greiddist í gær. Og horfir sosum ekkert illa með aðrar sem uppá komu síðar sama daginn.

En mikið sem maður finnur sig í honum Bjarti, slíkur ekkisens asni sem hann getur verið.

Á laugardagskvöldið komu Óli og Eygló og spiluðu Dilbert-spilið við okkur hjónakornin. Það fær mín bestu meðmæli. Og spillti ekki fyrir að akkúrat þessa helgina voru kjöraðstæður fyrir mig að spila það mér til hámarksánægju.

Á laugardaginn kemur fer ég í leikhús með stelpunum mínum – að sjá Gosa. Það verður vonandi gaman. En verra er að við hjónin höfðum ætlað okkur að fara á lokasýninguna á Útsýni hjá Hugleik á föstudagskvöldið var. Af því varð því miður ekki.

Já, lífið er svo sannarlega athyglisvert.