Ég er glaður í dag. Það hefur mikið að gera með að ég er að hlusta á nýja SigurRósarlagið. Þeir sem enn hafa ekki sótt sér það ættu að drífa sig.
– – –
Annars er ég búinn að vera heima núna í rétt rúma viku. Það er ljúft líf, reyndar. Ég hef ekki orðið eins geðveikur af einverunni og ég hálftíhvoru óttaðist.
Í gærmorgun bakaði ég bananaköku.
– – –
Já sumsé, ég er kominn í launalaust leyfi frá mínum gamla vinnustað. Viðskilnaðurinn var geðþekkur og ekki algjör: Eftir rúman mánuð fer ég út til Danmerkur og verð þar í fjóra mánuði til að taka þátt í samstarfsverkefni ÍE og þarlendra í Hróarskeldu.
Nei, ég ætla ekki á festivalið. Það verður einmitt rétt nýbúið þegar ég mæti á staðinn.
– – –
En já, þetta blogg verður eflaust mjög tepokablandað eftir flutninga.
Sem verður framför frá því sem það hefur verið uppá síðkastið, frómt frá sagt.