Öll komust þau til mín heilu og höldnu. Ég ver mínum virku dögum í vinnunni meðan þau stika spítalasvæðið (sem er reyndar mun fýsilegra en það hljómar – Jóhannes skírari er með alveg gullfallegar grundir), bregða sér í bæinn, niður að höfn eða á leikvöllinn í almenningsgarðinum. Svo um helgar bregðum við saman undir okkur betri fótum: Um síðustu helgi var það Dýragarðurinn og Víkingaskipasafnið. Um þá næstu miðbæjarmarkaðurinn og Brjóstsykurslandið.
Ég er búinn að telja stelpunum trú um að þær séu að fara í Allsnægtalandið (sbr. Gosa eða ignorerist annars) en það virtist ekki hræða þær tilfinnanlega. Þær kalla það líka eitthvað skrítið: Afskekktalandið eða Allsnektarlandið eða eitthvað svoleiðis.
Sit annars á torginu í Hróarskeldu og bíð eftir strætó heim á Jóhannes. Ég ætlaði á fund á tölvuöld núna klukkan fimm að staðartíma (11 AM EST) en svo var bara fullsetinn rafræni bekkurinn þegar ég loggaði mig inn og ekkert pláss fyrir undirritaðan.
Ojæja. Vonandi verður hægt að nálgast upptöku þegar öllu þessu er lokið. Það ætti að duga.
En í staðinn kemst ég þá heim klukkutíma fyrr heim og get bloggað í millitíðinni. Það er þó alltaf vel.