Vindlar Faraós

Flesta daga vinnuvikunnar á ég leið gegnum samgöngumiðstöðina í Lyngby tvisvar á dag. Sem ég færi ekki í tal nema fyrir það að þar má finna tóbaksverslun með sama nafn og ofangreind Tinnabók.

Og hví nefnir hann það, skyldirðu spyrja?

Sosum ekki út af neinu sérstöku. Nema því að ég kemst alltaf í ágætt skap við að sjá blessaða búðina, þrátt fyrir varninginn.