Grasekkill…

…eða, tjah, það er kannski að teygja á hugtakinu. En ég er nú einn í danska kotinu mínu (sem ber nafn með rentu) meðan kona og börn eru í tveggja nátta heimsókn til frændfólks í Árósum.

– – –

Ég keypti mér nokkra diska í fríhöfninni á leið út: Mugiboogie, Með suð í eyrum…, Von brigði og The Silent Treatment. Allt stórgóðir diskar. Sándtrakk sumarsins á Æ-potinu. Svo stóðst ég ekki mátið að grípa með leikritasafnið „Með öðrum morðum,“ sem kannski verður að játast að hafi ekki elst hið allra besta. Þó eru sumir þættir betri en aðrir (þeir síðustu þrír bera af) og óneitanlega var dálítið fyndið fyrir mann í minni stöðu að sitja heila lestarferð gegnum Sjáland undir þættinum um manninn sem dó úr dönskueitrun.

– – –

Svaf sumsé einn í nótt og var vitjað af draugi úr fortíðinni. Það var mjög athyglisverð heimsókn.

En smáatriði hennar verða ekki útlistuð hér.