Ég er búinn að vera flissa yfir þessu annað veifið nánast alveg síðan ég ýtti á <Birta> og loggaði mig út þarna áðan. Lausnin rann upp fyrir mér (‘eimskööör!) þegar stokkurinn dældi á mig „The Kiss“ með Cure tvisvar sinnum í röð. Þá var eins og blessuð skepnan skildi. Ekki þar fyrir að ég hafi ekki haft milljón tækifæri til að átta mig á þessu áður. Hér er listinn eins og hann var frá upphafi til enda:
- Kalt – Curver
- Kalugerine – Le Mystére des Voix Bulgares
- Kani – s/h draumur
- Känslan av Jorden Krympar, Växer – Sci-Fi Scåne (sænskur einyrki)
- Kara Turuya – Huun-Huur Tu
- Kargyraa – Huun-Huur Tu
- Karle Pyar Karle – Ashar Bhosle (Bollywoodtónlist)
- Karma Police – Radiohead
- Karma Police – Strung Out strengjakvartettinn
- Karmacoma – Massive Attack
- Katrusya – The Wedding Present
- Kaupakonan hans Gísla í Gröf – Haukur Morthens
- Kayan – Huun-Huur Tu
- Kazhi, Kazhi, Angio – Le Mystére des Voix Bulgares
- Kdyz V Noci Sezi – Jablkoň (tékkneskir flipparar)
- Keep on Loving You – REO Speedwagon
- „Keep on Truckin‘“ – Úr Reservoir Dogs
- Keeping the Dream Alive – Münchener Freiheit
- Kennedy – The Wedding Present
- Kentucky Avenue – Tom Waits
- Kentucky Rain – Elvis Presley
- The Key – Kristin Hersh
- KGB – Kaizers Orchestra (norskt wonk)
- Khöömei – Huun-Huur Tu
- Kick in the Eye (live) – Bauhaus
- Kick in the Eye (single) – Bauhaus
- Kick in the Eye (album version) – Bauhaus
- Kid A – Radiohead
- The Kid from Red Bank – Count Basie
- Kid on my Shoulders – White Rabbits
- Kids in America – Kim Wilde
- Killer / Papa was a Rolling Stone – George Michael
- Killer Queen – Queen
- Killing an Arab – The Cure
- Kimdracula – Deftones
- Kindin Einar – Hjálmar
- The Kindness of Strangers – Nick Cave & The Bad Seeds
- King of Comedy – R.E.M.
- The King of Denmark – Morton Feldman (mínímalísk sýra)
- King of New York – Fun Lovin‘ Criminals
- King of the Kerb – Echobelly
- King Volcano – Bauhaus
- King Volcano (live) – Bauhaus
- Kingdom‘s Coming – Bauhaus
- Kingdom‘s Coming (live) – Bauhaus
- Kirsuber – Nýdönsk
- Kisa litla – Hraun
- The Kiss – The Cure
- The Kiss – The Cure (kjú ljósapera)
- Kiss Chase – Lush
- Kiss Kiss Kiss – Yoko Ono / Peaches
- Kissability – Sonic Youth
- Kissing a Fool – George Michael
- Kína – Jón Ólafsson
- Kjötbrúðan – s/h draumur
- Klara – Ólöf Arnalds
- Klæddu þig – Nýdönsk
- Knekker deg til sist – Kaizers Orchestra
- Knife Chase – Tom Waits
- Knives Out – Radiohead
- Know – System of a Down
- The Know-it-all – The Millennium / The Ballroom (ekki hugmynd hvað þetta er)
- Knucklehead – Powersolo
- Kod Bethlehema – Af diski með Betlehemstónlist
- Kojamyk – Huun-Huur Tu
- Koleda na Bozic – Sami Betlehemsdiskur
- Koleda na Bozic – Og aftur
- Koledna Nosht – Le Mystére de Voix Bulgares
- Koledna Pesen – Le Mystére de Voix Bulgares
- Koledna Prikazka – Le Mystére de Voix Bulgares
- Koledna Zvezda – Le Mystére de Voix Bulgares
- Kolíček – Jablkoň
- Kolotoč – Jablkoň
- Kombu – Huun-Huur Tu
- Komdu – Hraun
- Komdu í partí – Mannakorn
- Kommeniezuspät – Tom Waits
… og þá var ég kominn heim og batteríið að verða búið.
Ég gæti sagt söguna af því af hverju ég byrjaði á akkúrat þessu lagi: „Kalt“ með Curver, af sumarsmelladiski sem Smekkleysa gaf út í tilefni af hálfrar aldar afmæli lýðveldisins. En ekki núna.
Á leiðinni heim rambaði ég á styttri leið eftir yndislegum afskekktum skógarstíg síðasta spölinn gegnum spítalalóðina. Ég fann hálft Twix sem ég hafði gleymt í vasanum. Það ýrði dropum. Stukku froskar. Skriðu sniglar. Svifu drekaflugur.
Ljúft.
Jæja. Ég er farinn að sjóða mér pasta í kvöldmatinn.