Svanamyllan, Deigsær og pressan hans Wolfgangs

Tvisvar á dag rennur lestin hjá Svanamylluaflstöðinni, einu af þessum risastóru, forljótu báknum sem í mikilfengleik sínum ná að verða eitthvað annað og meira, einkurslags tímalausir minnisvarðar um mannskepnuna. Ballardísk fegurð.

– – –

Sem leiðir til þess að ég er alltaf að hugsa um aflstöðina í Battersea. Ég sá hana einusinni sko. Úr lest, einmitt. Eretteki skentilegt.

– – –

Og þá um leið fæ ég alltaf á heilann þetta lag hérna. Sællar minningar. (Og nei, áður en þú smellir, þetta er ekki Pink Floyd. Ég lofa ég lofa.)

– – –

Þrjár nætur enn. Og þá fæ ég að sofa í mínu eigin rúmi í nokkra daga.

– – –

*dæs*