Ég var klukkaður af Óla Gneista. Það er ágætt, annars veit ég ekki hvað ég myndi blogga um – ábyggilega eitthvað sem hægt væri að lögsækja mig fyrir, mér er svo heitt í hamsi og hef svo fáar áttir til að spúa því. Bara, takk, Óli minn.
1. Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina:
Bréfberi á Blönduósi
Landbúnaðarverkamaður á Ríkisbúinu að Hólum í Hjaltadal
Skúringar í Lyfju, Seltjarnarnesi
Tölfræðingur á Íslenskri Erfðagreiningu
2. Fjórar íslenskar bíómyndir sem ég held upp á:
Með allt á hreinu
Veggfóður
Sódóma Reykjavík
Börn
3. Fjórir staðir sem ég hef búið á:
Blönduós
Hólar í Hjaltadal
Grafarvogur
Hróarskelda
4. Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:
Skotland (14 ára – fyrsta utanlandsferðin)
Kanada (2001)
Norðurlönd (nokkrum sinnum)
Mallorka (1999, óforvarindis)
5. Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar:
David Attenborough
Coupling (BBC útgáfan)
Parker Lewis Can’t Lose
How to Look Good Naked
6. Fjórar síður sem ég skoða daglega:
Blogggáttin
Gmail boxið mitt
Eyjan
Gneistinn
7. Fernt sem ég held upp á matarkyns:
Sushi
Falafel
Íslensk kjötsúpa
Sigin grásleppa
8. Fjórar bækur sem ég hef oft lesið (þetta er strembið, einna helst ljóðabækur sem ég les oftar en einu sinni):
Fiðrið úr sæng Daladrottningar, eftir Þorstein frá Hamri (bara svona sem dæmi)
Bókin um veginn, eftir Lao Tse
Lukkuláka- og Tinnabækurnar
Fróði og allir hinir gríslingarnir, eftir Ole Lund Kierkegaard (sem dæmi um bækur sem ég las mér til ánægju í æsku og nú reglulega fyrir börnin)
9. Fjórir staðir sem ég myndi helst vilja vera á núna:
Heima að lesa „Fróða og alla hina gríslingana“ fyrir börnin mín.
Heima að lesa með konunni minni.
Heima í mat og spilamennsku hjá tengdó.
Bara… heima.
10. Fjórir bloggarar sem ég klukka:
Mangi Teits
Addi Arngríms
Ljúfan
Gunni Ben (sem má þá smella nýju bloggsíðunni sinni í tölvupóstinn minn í leiðinni)