Við áttum yndislegan dag í gær, á degi stórustu tungu í heimi (ég bara verð að mjólka þetta). Við fengum hálft hundrað af góðum gestum, þaraf stóran slatta af ættingjum sem ég hafði ekki séð svo alltof alltof lengi og þótti svo gott að skyldu koma.
Og auðvitað á það við alla sem komu.
Dagurinn þaráður var ljómandi góður líka: Við drösluðum okkur loksins niður á Austurvöll. Við munum ekki geta mætt um næstu helgi en stefnum þess í stað á þá þarnæstu.
Nema undur og stórmerki gerist.
Dagurinn í dag var kannski svona heldur síðri fyrir okkur bæði. En samt ekki til að barma sér um of, þannig að ég læt gott heita.
Enn hefur enginn boðið sig fram til að sjá um köttinn. Ég er farinn að halda ég hafi fært kosti hennar einum um of í stílinn…